Það biður hann fylgjendur sína um að hafa samband ef þeir vita um lið sem hann gæti farið til á reynslu eða fengið tækifæri hjá.
Doninger lék með Skagamönnum árið 2011-2012. Hann fór frá félaginu á miðju tímabili 2012 og þá yfir í Stjörnuna.
Dvöl hans á Íslandi gekk ekki snurðulaust fyrir sig. Doninger var í tvígang dæmdur fyrir líkamsárás, annars vegar á bar og hins vegar fyrir að hafa gengið í skrokk á þáverandi kærustu sinni.
Hér að neðan má sjá mynd af tístinu frá Doninger.
