Kýr strunsar burt úr árekstri Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 13:15 Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan. Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent
Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan.
Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent