Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Santa Coloma 4-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar 4. júlí 2013 11:25 Mynd/Vilhelm Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Breiðablik vann 4-0 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Kópavogsvöllinn í kvöld og tók myndirnar hér fyrir ofan. Breiðablik gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á sex mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks og var eftirleikurinn í raun auðveldur og hefði liðið auðveldlega getað unnið enn stærri sigur. Lið Santa Coloma veitti Breiðabliki litla mótspyrnu og áttu heimamenn í litlum vandræðum með að opna vörn þeirra. Sóknarlega olli Santa Coloma Breiðabliki engum vandræðum og sköpuðu sér ekki færi fyrr en dæmt var mark af liðinu vegna rangstöðu á 81. mínútu. Breiðablik skapaði sér ekki mörg færi í seinni hálfleik og sótti ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik og virtist sem leikmenn væru að passa sig á að fara ekki í tvísýnar tæklingar til að forðast það að meiðast í leik þar sem úrslitin voru fyrir löngu ráðin. Ólafur: Bjóst við þeim sterkari„Mér fannst þetta vera öruggur og sannfærandi. Það er gott að halda hreinu og fínt að skora þessi fjögur mörk,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. „Ég hefði viljað skora fleiri mörk en það er ekki hægt að fá allt og ég er sáttur við það hvernig við tækluðum þennan leik. „Ég bjóst við þeim sterkari. Þeir höfðu engu að tapa eftir að við skoruðum þessi þrjú mörk í fyrri hálfleik og þá fannst mér þeir færa sig framar. Þá hefði ég viljað að við værum aðeins grimmari að ráðast á þá en það var auðveldara en ég átti von á að fara í gegnum þá og það helgast að því að það er langt síðan þeir spiluðu leik og leikæfingin ekki mikil. „Strákarnir spiluðu vel og héldu hreinu og það er jákvætt að skora þrjú mörk á sex mínútum. Eru íslensk félög að kvarta yfir því að vinna 4-0 í Evrópukeppni. Þá erum við að klofa mjög langt. Mér fannst menn líka passa sig að fara ekki í návígi sem gætu kostað meiðsl og annað því þeir voru orðnir pirraðir í restina,“ sagði Ólafur sem vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi hvíla lykilmenn í seinni leiknum. „Allir ellefu sem byrja inn á fá ekki að hvíla. Við förum með sterkt lið og tökum verkefnið alvarlega.“ Ellert: Förum ekki út í einhverja menningarferð„Ég er mjög sáttur að halda hreinu og fara út með fjögur mörk. Það verður að teljast gott,“ sagði Ellert Hreinsson sem skoraði tvö mörk í dag. „Við höfðum ekki hugmynd hverju við værum að fara mæta fyrir utan að þeir heita FC Santa Coloma. Við höfðum ekki miklar upplýsingar um þá. „Það var frábært að ná þessum mörkum snemma í leiknum því við vissum að þeir myndu liggja til baka og keyra með skyndisóknum á okkur. Við vissum að þetta gæti verið þolinmæðisverk. Því var frábært að brjóta þá á bak aftur og ná þessum mökrum snemma,“ sagði Ellert sem reyndi að ná þrennunni með skoti frá miðju skömmu eftir að hann skoraði sitt annað mark. „Ég sá að hann stóð framarlega en skotið var ekkert sérstakt,“ sagði Ellert sem fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum við litla hrifningu þjálfarans Ólafs Kristjánssonar. „Óli var ekkert sérstaklega ánægður. Ég splæsi ekki oft í einhverjar tæklingar en ákvað að gera það í fyrri hálfleik úti í horni. Hann gaf mér hýrt auga. „Við vanmetum ekki andstæðinginn og förum í seinni leikinn með fulla einbeitingu. Við erum ekki að fara þarna út í einhverja menningarferð,“ sagði Ellert. Evrópudeild UEFA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Breiðablik vann 4-0 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Kópavogsvöllinn í kvöld og tók myndirnar hér fyrir ofan. Breiðablik gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á sex mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks og var eftirleikurinn í raun auðveldur og hefði liðið auðveldlega getað unnið enn stærri sigur. Lið Santa Coloma veitti Breiðabliki litla mótspyrnu og áttu heimamenn í litlum vandræðum með að opna vörn þeirra. Sóknarlega olli Santa Coloma Breiðabliki engum vandræðum og sköpuðu sér ekki færi fyrr en dæmt var mark af liðinu vegna rangstöðu á 81. mínútu. Breiðablik skapaði sér ekki mörg færi í seinni hálfleik og sótti ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik og virtist sem leikmenn væru að passa sig á að fara ekki í tvísýnar tæklingar til að forðast það að meiðast í leik þar sem úrslitin voru fyrir löngu ráðin. Ólafur: Bjóst við þeim sterkari„Mér fannst þetta vera öruggur og sannfærandi. Það er gott að halda hreinu og fínt að skora þessi fjögur mörk,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. „Ég hefði viljað skora fleiri mörk en það er ekki hægt að fá allt og ég er sáttur við það hvernig við tækluðum þennan leik. „Ég bjóst við þeim sterkari. Þeir höfðu engu að tapa eftir að við skoruðum þessi þrjú mörk í fyrri hálfleik og þá fannst mér þeir færa sig framar. Þá hefði ég viljað að við værum aðeins grimmari að ráðast á þá en það var auðveldara en ég átti von á að fara í gegnum þá og það helgast að því að það er langt síðan þeir spiluðu leik og leikæfingin ekki mikil. „Strákarnir spiluðu vel og héldu hreinu og það er jákvætt að skora þrjú mörk á sex mínútum. Eru íslensk félög að kvarta yfir því að vinna 4-0 í Evrópukeppni. Þá erum við að klofa mjög langt. Mér fannst menn líka passa sig að fara ekki í návígi sem gætu kostað meiðsl og annað því þeir voru orðnir pirraðir í restina,“ sagði Ólafur sem vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi hvíla lykilmenn í seinni leiknum. „Allir ellefu sem byrja inn á fá ekki að hvíla. Við förum með sterkt lið og tökum verkefnið alvarlega.“ Ellert: Förum ekki út í einhverja menningarferð„Ég er mjög sáttur að halda hreinu og fara út með fjögur mörk. Það verður að teljast gott,“ sagði Ellert Hreinsson sem skoraði tvö mörk í dag. „Við höfðum ekki hugmynd hverju við værum að fara mæta fyrir utan að þeir heita FC Santa Coloma. Við höfðum ekki miklar upplýsingar um þá. „Það var frábært að ná þessum mörkum snemma í leiknum því við vissum að þeir myndu liggja til baka og keyra með skyndisóknum á okkur. Við vissum að þetta gæti verið þolinmæðisverk. Því var frábært að brjóta þá á bak aftur og ná þessum mökrum snemma,“ sagði Ellert sem reyndi að ná þrennunni með skoti frá miðju skömmu eftir að hann skoraði sitt annað mark. „Ég sá að hann stóð framarlega en skotið var ekkert sérstakt,“ sagði Ellert sem fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum við litla hrifningu þjálfarans Ólafs Kristjánssonar. „Óli var ekkert sérstaklega ánægður. Ég splæsi ekki oft í einhverjar tæklingar en ákvað að gera það í fyrri hálfleik úti í horni. Hann gaf mér hýrt auga. „Við vanmetum ekki andstæðinginn og förum í seinni leikinn með fulla einbeitingu. Við erum ekki að fara þarna út í einhverja menningarferð,“ sagði Ellert.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira