Ný tækni Ford til smíði frumgerða bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2013 08:45 Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent
Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent