Opel Insignia "Allroad“ Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 08:45 Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english
Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english