Handbolti

Alfreð og Þórir tilnefndir sem bestu þjálfarar heims

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason.
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur tilkynnt hvaða þjálfarar koma til greina sem þjálfarar ársins í handboltaheiminum. Ísland á tvo fulltrúa á listanum.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er tilnefndur hjá karlaliðunum og Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, hjá kvennaliðum.

Þeir félagar náðu báðir frábærum árangri með sín lið á árinu og eru í góðum félagsskap annarra frábærra þjálfara.

Þórir vann þessa útnefningu í fyrra og Ulrik Wilbek var valinn bestur hjá karlaliðunum.

Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.

Besti þjálfarinn (karlalið):

Valeri Lopez Rivera, landsliðsþjálfari Spánar

Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel

Boris Denic, landsliðsþjálfari Slóvena

Besti þjálfarinn (kvennalið):

Dragan Adzic, landsliðsþjálfari Svartfjallalands

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs

Morten Soubak, landsliðsþjálfari Brasilíu

Jorge Duenas, landsliðsþjálfari Spánar

Olivier Krumbholz, landsliðsþjálfari Frakka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×