Andakílsá rauf 100 laxa múrinn 20. júlí 2013 09:00 Fín veiði hefur verið í Andakílsá það sem af er sumri. Mynd/SVFA Andakílsá rauf hundrað laxa múrinn í fyrradag. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavikur. Veiðimenn sem voru tvær vaktir í lok vikunnar lönduðu 26 löxum á tvær stangir. Sem verður að teljast nokkuð gott. Samkvæmt vef SVFR er áin vel haldin af laxi og útlitið gott út veiðitímabilið. Enn er nokkrar stangir lausar í ánni. Andakílsá er þægileg og aðgengileg laxveiðiá í Borgarfirði sem lætur ekki mikið yfir sér enda er hún afar lygn og róleg. Áin er sem einn samfelldur fluguveiðistaður og hefur notið sívaxandi vinsælda veiðimanna sem hana heimsækja. Áin fellur úr Skorradalsvatni í Andakílsárfossa og liðast þaðan u.þ.b. 8 km löng um sléttlendið niður í Borgarfjörð. Áin skiptist í laxa og silungasvæði og er laxasvæðið um 4 km langt og nær frá Andakílsárfossum niður að brú við þjóðveg. Áin hentar afar vel til fluguveiða og fer það agn mun betur í ánni en nokkurt annað Stangveiði Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði
Andakílsá rauf hundrað laxa múrinn í fyrradag. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavikur. Veiðimenn sem voru tvær vaktir í lok vikunnar lönduðu 26 löxum á tvær stangir. Sem verður að teljast nokkuð gott. Samkvæmt vef SVFR er áin vel haldin af laxi og útlitið gott út veiðitímabilið. Enn er nokkrar stangir lausar í ánni. Andakílsá er þægileg og aðgengileg laxveiðiá í Borgarfirði sem lætur ekki mikið yfir sér enda er hún afar lygn og róleg. Áin er sem einn samfelldur fluguveiðistaður og hefur notið sívaxandi vinsælda veiðimanna sem hana heimsækja. Áin fellur úr Skorradalsvatni í Andakílsárfossa og liðast þaðan u.þ.b. 8 km löng um sléttlendið niður í Borgarfjörð. Áin skiptist í laxa og silungasvæði og er laxasvæðið um 4 km langt og nær frá Andakílsárfossum niður að brú við þjóðveg. Áin hentar afar vel til fluguveiða og fer það agn mun betur í ánni en nokkurt annað
Stangveiði Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði