Lækkar bensínið um helming? Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2013 12:45 Gleðilegt væri ef bensínverð lækkaði umtalsvert Forstjóri Gulf Oil, Joe Petrowski, telur að nokkrir þættir geti stuðlað að helmingslækkun hráolíuverðs fyrir enda þessa árs og hefur af því áhyggjur, líklega öndvert við flesta bíleigendur. Þannig gæti olíufatið farið úr 100 dollurum nú í 50 dollara. Sífellt sparneytnari bílar og stóraukin vinnsla olíu í Bandaríkjunum og fyrir botni miðjarðarhafs hefur mikil áhrif á verðið. Eftirspurn eftir olíu í Kína vex ekki eins hratt og á síðustu misserum og það á við bæði fleiri markaði og þörfina fyrir olíu í öðrum greinum en bílgreininni. Víða hefur olíu verið skipt út fyrir aðra orkugjafa og minnkar það einnig sölu. Allir þessir þættir gætu hæglega haft þau áhrif að eftirspurnin fyrir olíu frá OPEC ríkjunum gæti minnkað um milljón föt á degi hverjum næstu þrjú ár. Forstjórinn bendir reyndar á að ekki sé alveg bein fylgni með lækkun verðs á hráolíu og verðsins á bensínstöðinni og því myndi verð þar ef til ekki lækka eins mikið. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Forstjóri Gulf Oil, Joe Petrowski, telur að nokkrir þættir geti stuðlað að helmingslækkun hráolíuverðs fyrir enda þessa árs og hefur af því áhyggjur, líklega öndvert við flesta bíleigendur. Þannig gæti olíufatið farið úr 100 dollurum nú í 50 dollara. Sífellt sparneytnari bílar og stóraukin vinnsla olíu í Bandaríkjunum og fyrir botni miðjarðarhafs hefur mikil áhrif á verðið. Eftirspurn eftir olíu í Kína vex ekki eins hratt og á síðustu misserum og það á við bæði fleiri markaði og þörfina fyrir olíu í öðrum greinum en bílgreininni. Víða hefur olíu verið skipt út fyrir aðra orkugjafa og minnkar það einnig sölu. Allir þessir þættir gætu hæglega haft þau áhrif að eftirspurnin fyrir olíu frá OPEC ríkjunum gæti minnkað um milljón föt á degi hverjum næstu þrjú ár. Forstjórinn bendir reyndar á að ekki sé alveg bein fylgni með lækkun verðs á hráolíu og verðsins á bensínstöðinni og því myndi verð þar ef til ekki lækka eins mikið.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent