Besti sonur í heimi Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2013 10:30 Fyrir 24 árum átti faðir þessa gjafmilda sonar Ford Mustang Mach 1 af árgerð 1972, sem var fyrsti bíllinn sem hann eignaðist og þótti mjög vænt um, enda öflugur og flottur bíll þar á ferð. Hann varð hinsvegar að selja bílinn af fjárhagsástæðum. Í síðustu árum hefur faðirinn, Rick Lookebill, reynt að hafa uppá bílnum til kaups, en án árangurs. Án hans vitneskju hafði syni hans hinsvegar orðið ágengt við leitina eftir að hann sá brennandi áhuga föður sína á að eignast bílinn aftur. Feðgarnir búa í Indiana en bíllinn fannst í Flórída. Honum tókst að sannfæra eigandann í Flórída að selja honum bílinn, en engum sögum fer af verðinu. Síðan afhenti sonurinn kaggann góða föður sínum við ómældan fögnuð. Viðbrögð hans og djúpstæðar tilfinningar sjást í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent
Fyrir 24 árum átti faðir þessa gjafmilda sonar Ford Mustang Mach 1 af árgerð 1972, sem var fyrsti bíllinn sem hann eignaðist og þótti mjög vænt um, enda öflugur og flottur bíll þar á ferð. Hann varð hinsvegar að selja bílinn af fjárhagsástæðum. Í síðustu árum hefur faðirinn, Rick Lookebill, reynt að hafa uppá bílnum til kaups, en án árangurs. Án hans vitneskju hafði syni hans hinsvegar orðið ágengt við leitina eftir að hann sá brennandi áhuga föður sína á að eignast bílinn aftur. Feðgarnir búa í Indiana en bíllinn fannst í Flórída. Honum tókst að sannfæra eigandann í Flórída að selja honum bílinn, en engum sögum fer af verðinu. Síðan afhenti sonurinn kaggann góða föður sínum við ómældan fögnuð. Viðbrögð hans og djúpstæðar tilfinningar sjást í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent