Frjálslegur gasfarmur Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2013 08:45 Það vísar aldrei á gott að lenda í árekstri með fullan bíl af gaskútum. Enn verra er að aka óvarlega og binda farminn ekki niður að neinu ráði. Það er margt skrítið sem gerist á götunum í Rússlandi og mikið af því næst á mynd. Hér sést hvar vöruflutningabíll hlaðinn gaskútum lendir í árekstri og farmurinn springur í einskonar raðsprengingum. Þétt umferð er á veginum þar sem þetta gerist og því eru vegfarendur í mikilli hættu og reyna að sjálfsögðu að forða sér. Sem betur fer meiddist enginn í þessu skrautlega óhappi og á myndskeiðinu að ofan sést hvar ökumaður flutningabílsins hleypur frá honum. Líklega er þetta samt allt saman eins og hver annar dagur í Rússlandi. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent
Það vísar aldrei á gott að lenda í árekstri með fullan bíl af gaskútum. Enn verra er að aka óvarlega og binda farminn ekki niður að neinu ráði. Það er margt skrítið sem gerist á götunum í Rússlandi og mikið af því næst á mynd. Hér sést hvar vöruflutningabíll hlaðinn gaskútum lendir í árekstri og farmurinn springur í einskonar raðsprengingum. Þétt umferð er á veginum þar sem þetta gerist og því eru vegfarendur í mikilli hættu og reyna að sjálfsögðu að forða sér. Sem betur fer meiddist enginn í þessu skrautlega óhappi og á myndskeiðinu að ofan sést hvar ökumaður flutningabílsins hleypur frá honum. Líklega er þetta samt allt saman eins og hver annar dagur í Rússlandi.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent