Öll þrjú íslensku liðin eru komin áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Það varð ljóst eftir öruggan 3-0 sigur KR á Glentoran í Belfast í kvöld.
Eftir markalausan fyrri leik í Frostaskjólinu var ljóst að KR-ingar þyrftu að sækja til sigurs í kvöld og það gerðu þeir. Gary Martin kom bikarmeisturunum á bragðið er hann vippaði boltanum yfir markvörð Glentoran í fyrri hálfleik.
Jónas Guðni Sævarsson skoraði svo bæði mörk KR í seinni hálfleik. Það fyrra á 65. mínútu með glæsilegu skoti upp í markvinkilinn fjær. Hann innsiglaði sigurinn svo endanlega með þriðja marki KR sem kom í uppbótartíma.
KR mætir belgíska liðinu Standard Liege í annarri umferð forkeppninnar.
Sannfærandi hjá KR í Belfast

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
