Körfubolti

Draga sig úr landsliðshópnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgrímur Kári Emilsson, miðherjinn ungi úr ÍR, hefur verið kallaður inn í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.

21 leikmaður hóf æfingar með liðinu þann 1. júlí. Síðan þá hafa Magnús Þór Gunnarsson úr Keflavík, Elvar Már Friðriksson úr Njarðvík og Sveinbjörn Claessen úr ÍR dottið úr hópnum.

Þess utan þurftu Ægir Þór Steinarsson hjá Sundsvall og Finnur Atli Magnússon hjá Snæfelli að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þá er Justin Shouse farinn til Bandaríkjanna í frí auk þess sem Helgi Már Magnússon yfirgaf hópinn vegna anna í vinnu sinni.

Ísland sækir Kínverja heim síðar í mánuðinum en hópurinn heldur utan þann 16. júlí. Leikið verður við heimamenn, Makedóna og Svartfellinga. Danir koma svo í heimsókn til Íslands og leika tvo leiki við Íslendinga þann 25. og 26. júlí.

Æfingahópur Íslands sem stendur:

Jakob Örn Sigurðarsson, Sundsvall Dragons

Jón Arnór Stefánsson, CAI Zaragoza

Brynjar Þór Björnsson, KR

Logi Gunnarsson, BC Angers 49ers

Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC

Pavel Ermolinskij, Norrköping Dolphins

Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons

Ragnar Nathanaelsson, Hamar

Axel Kárason, Værlose

Haukur Helgi Pálsson, La Bruixa d'Or (áður Manresa)

Martin Hermannsson, KR

Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík

Darri Hilmarsson, Þór Þorlákshöfn

Stefán Karel Torfason, Snæfell

Þorgrímur Kári Emilsson, ÍR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×