Handbolti

Landsliðsfólk mætir á ströndina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fróðlegt verður að sjá hvort Ólafur Gústafsson mæti til leiks í ár.
Fróðlegt verður að sjá hvort Ólafur Gústafsson mæti til leiks í ár. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Ólafur Bjarki Ragnarsson og Stella Sigurðardóttir verða á meðal þeirra sem mæta á Íslandsmótið í strandhandbolta sem fram fer í Nauthólsvík á laugardaginn.

Mótið fer fram í tíunda skipti en það hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin áratug.

„Þetta er orðið að föstum punkti handboltafólks hér á landi en í ár taka um 200 keppendur þátt," segir skipuleggjandinn Haraldur Þorvarðarson. Hann segir marga af bestu handboltafólki landsins væntanlega í Nauthólsvíkina á laugardaginn, bæði leikmenn hér á landi og erlendis.

„Það verður spilað í sandinum undir bullandi strandtónlist frá morgni og þar til mótið klárast um klukkan 18."

Meðal þeirra leikmann sem er væntanlegir á mótið eru Ólafur Bjarki Ragnarsson, Bjarki Már Elísson, Atli Ævar Ingólfsson og Einar Ingi Hrafnsson. Þá er von á Stellu Sigurðardóttur, Rut Jónsdóttur, Sunnu Jónsdóttur og Hildigunni Einarsdóttir.

Nánar má lesa um mótið á Fésbókarsíðu þess, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×