Birgir Leifur og Sunna Íslandsmeistarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 13:22 Haraldur Franklín ræðir við Birgi Leif. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Sunna Víðisdóttir, GR, urðu í dag Íslandsmeistarar í höggleik eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli. Birgir Leifur hóf daginn tveimur höggum á eftir Haraldi Franklín sem leiddi eftir fyrstu þrjá dagana. En Birgir Leifur jafnaði fljótt við hann og voru þeir jafnir lengi vel eftir það. Haraldur fékk þrefaldan skolla á 16. holu sem færði Birgi Leifi sigurinn í dag. Sunna hafði betur í bráðabana gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst einnig í umspilið en féll úr leik eftir fyrstu þrjár holurnar. Valdís Þóra Jónsdóttir var í forystu lengi vel í dag en fékk þrefaldan skolla á 18. holu og missti þar með naumlega af sigrinum í dag. Mikil dramatík var á síðustu holunum og allar fjórar áttu möguleika á sigrinum. Lokadeginum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Lokastaða í karlaflokki: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG -10 2. Haraldur Franklín Magnús, GR -8 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -2 4. Ólafur Björn Loftsson, NK +1 5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +2 6. Arnar Snær Hákonarson, GR +3 - Axel Bóasson, GK +3Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Sunna Víðisdóttir, GR +11 (fyrst eftir 4. holu í umspili) 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +11 (önnur eftir 4. holu í umspili) 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +11 (þriðja eftir 3. holu í umspili) 4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +12 - Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +12 6. Karen Guðnadóttir, GS +18 - Tinna Jóhannsdóttir, GK +18 8. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG +19 9. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK +20 10. Berglind Björnsdóttir, GR +2117.16: Guðrún Brá náði ekki að setja niður púttið fyrir parinu. Sunna á stutt pútt eftir fyrir pari sem hún setur örugglega niður. Sunna er því Íslandsmeistari kvenna 2013. 17.14: Sunna fékk fuglapútt en nýtti það ekki. Guðrún Brá átti eftir pressupútt fyrir pari.17.14: Birgir Leifur klárar parið og Haraldur Franklín gerir það líka. Birgir Leifur er því Íslandsmeistari karla 2013.17.07: Birgir Leifur neglir beint á pinna á 18. holu og þetta er því bara formsatriði. Fimmti Íslandsmeistaratitillinn er á leið í hús.17.05: Guðrún Brá er búin að slá en Sunna er trufluð af áhorfendum sem eru að fylgja körlunum á 18. braut. Afar neyðarlegt. Sunna nær þó að slá vel af teig.17.02: Sunna og Guðrún Brá eru mættar á 10. teig. Nú geta úrslit ráðst á hverri holu enda komin í bráðabana.16.57: Haraldur Franklín svarar óförunum á 16. holu með fugli á 17. Hann átti gott teighögg en þurfti að hafa fyrir fuglinum inn á flöt. Birgir Leifur kláraði sitt með pari og hefur tveggja högga forystu fyrir lokaholuna.16.53: Sunna og Guðrún Brá fara nú aftur á 10. holu til að halda umspilinu áfram.16.52: Þórður Rafn paraði síðustu tvær holurnar og kom inn á 68 höggum. Hann var því þremur höggum frá vallarmetinu og endaði á samtals tveimur undir í þriðja sæti.16.51: Haraldur endaði á þremur yfir pari á 16. holu eftir mikinn vandræðagang. Birgir Leifur kom sér meira að segja í gott parfæri en klúðraði því. Hann fékk því skolla en er engu að síður þremur höggum á undan Haraldi.16.48: Sunna og Guðrún Brá púttuðu báðar fyrir fugli og sigri í mótinu en þær urðu báðar að sætta sig við par. Ólafía Þórunn missti fuglapúttið og er því úr leik. Hún hafnar í þriðja sæti.16.41: Ólafía með frábært innáhögg á 12. holu og er líklega að ná sér í fugl. Hún hefur ekki sagt sitt síðasta í baráttunni. Guðrún og Sunna eru komust einnig inn á flöt í tveimur höggum en eiga lengra pútt fyrir fugli.16.38: Haraldur þurfti að koma sér inn á næstu braut við hliðina á 16. brautinni og er jafnvel að spila sig úr baráttunni við Birgi Leif, sem er í mjög góðum málum eins og stendur.16.35: Haraldur Franklín lenti í vandræðum á 16. holu og þarf líklega að taka víti. Veit á gott fyrir Birgi Leif sem er á miðri braut.16.33: Sunna var í mjög góðu fuglafæri á 11. holu en fékk par, rétt eins og Guðrún Brá. Ólafía Þórunn byrjaði á að pútta fyrir erni en fuglafærið var heldur langt. Hún náði því ekki og paraði holuna.16.25: Birgir Leifur var að landa sínum fjórða fugli og hann náði þar með forystunni á ný. Þetta var langt pútt á 15. flöt. Haraldur Franklín náði pari og er höggi á eftir. Birgir Leifur hefur ekki enn tapað höggi í dag.16.14: Ólafía Þórunn missti högg á 10. holu, þeirri fyrstu í umspilinu. Guðrún Brá og Sunna fengu báðar par. Umspilið er þrjár holur og gildir besta skor eftir þær.16.10: Þórður Rafn fékk skolla á fimmtándu og er því að lenda í sömu vandræðum og Guðmundur Ágúst og Kristján Þór í gær. Vallarmet Ólafs Björns virðist nokkuð öruggt.16.09: Birgir Leifur lenti í miklum vandræðum á fjórtándu þar sem hann var nálægt því að missa boltann út af. En hann hélt honum á lífi og náði parinu. Haraldur spilaði þessa holu mjög vel og náði fugli sem þýðir að staðan á toppnum er jöfn á nýjan leik.15.57: Haraldur fékk par á 13. holu eftir frábæra vippu sem endaði hársbreidd frá holu. Birgir Leifur náði einnig pari eftir að hafa lent í smá vandræðum og heldur því forystunni.15.41: Þvílík spenna. Ég hef bara ekk vitað annað eins. Valdís Þóra var í frábærri stöðu en lenti í miklum vandræðum á átjándu og fékk þrefaldan skolla þar. Þrjár áttu möguleika á að ná sigrinum en þær enduðu allar á ellefu yfir pari og þurfa því að fara í umspil.15.39: Guðrún Brá þarf að pútta fyrir pari og koma sér í umspilið með Sunnu og Ólafíu. Púttið var öruggt og það eru því þrír kylfingar á leið í umspil um titilinn. Þær fara nú á 10. teig.15.38: Valdís Þóra endar á þremur yfir á 18. holu og kemst því ekki í umspilið. Ótrúlega svekkjandi fyrir Íslandsmeistara síðasta árs.15.37: Sunna gat tryggt sér sigurinn með löngu pútti en náði því ekki og fékk því skolla. Hún er jöfn Ólafíu Þórunni. Valdís og Guðrún eiga eftir að pútta.15.36: Guðrún Brá var nálægt því að vippa í fyrir fugli á 18. Þetta er æsispennandi.15.33: Valdís Þóra var að taka sitt fimmta högg á 18. og náði ekki að koma boltanum á flöt. Hún gæti því verið að spila sig alfarið úr titilbaráttunni á lokametrunum. Sunna á eftir erfitt pútt fyrir pari og þá væntanlega sigri á mótinu.15.31: Haraldur Franklín lenti í vandræðum eftir teighöggið á 12. holu og endaði á því að tapa höggi. Birgir Leifur er því einn í forystu eftir að hafa fengið par.15.29: Nú er Sunna allt í einu í dauðafæri. Ólafía tapaði tveimur höggum á 18. holu og Valdís Þóra er í vandræðum. Sunna gæti þess vegna tryggt sér titilinn með pari á 18.15.26: Ólafía Þórunn lenti í glompu eftir annað höggið sitt á 18. holu og náði ekki að koma sér inn á flöt fyrr en í fjórða höggi. Hún tvípúttaði og fékk því skramba. Þar með gaf hún Valdísi forystuna á ný. Hins vegar er Valdís í miklu basli á miðri braut á 18. og því allt galopið.15.18: Valdís Þóra lenti í glompu eftir teighöggið á 17. holu, sem er par 3, en náði að koma sér í ágætt parfæri. En hún krækti og er því jöfn við Ólafíu Þórunni. Þvílík spenna fyrir lokaholuna.15.13: Birgir Leifur og Haraldur Franklín fengu báðir par á 11. holu og staðan enn jöfn.15.10: Guðrún Brá þurfti að taka víti á 16. holu og náði ekki að bjarga parinu. Hún er því þremur höggum á eftir Valdísi sem náði pari, rétt eins og Sunna. Ólafía Þórunn fékk par á 17. holu og er einu höggi á eftir Valdísi.15.01: Þórður Rafn var að fá góðan fugl á 12. holu og er því kominn á fimm undir í dag. Vallarmetið er í hættu.14.57: Ólafía var að fá sinn annan fugl í röð og er komin í annað sætið. Hún púttaði fyrir erni á 16. holu og var ekki langt frá því að ná því. Hún hafði tvisvar fengið örn á þessari holu og einu sinni par.14.55: Skolli hjá Þórði Rafn á elleftu og hann er því kominn aftur í þrjá undir. Er sjö höggum á eftir fremstu mönnum blandar sér því varla í baráttuna úr þessu. Hann er á fjórum undir í dag og tveimur höggum frá vallarmetinu.14.52: Það er spurning hvað gerist á 16. holu. Kylfingar lentu í miklu basli þar í gær og verður forvitnilegt að fylgjast með þeim bestu þar í dag. Holustaðsetning á flöt er mjög erfið.14.47: Guðrún Brá var að þrípútta aftur og því er Valdís með ansi vænlega stöðu þegar þrjár holur eru eftir. Hún er með tveggja högga forystu en bæði hún og Sunna fengu par.14.38: Enn sviptingar í kvennaflokki. Valdís Þóra náði fugli á fjórtándu og er því með forystu þegar þrjár fjórar holur eru eftir. Ólafía fékk fugl á fimmtándu og er bara tveimur höggum á eftir henni.14.35: Haraldur Franklín var að setja niður svakalegt pútt á 10. holu og tryggði sér þar með fugl. Staðan er því jöfn en hann og Birgir Leifur eru á tíu undir pari.14.23: Valdís Þóra var með heppnina með sér á þrettándu en hún fékk lausn frá veginum eftir að hafa fengið slæma legu eftir teighöggið. Hún fékk skolla, eins og Sunna og Guðrún, og er staðan því óbreytt. Guðrún hefði átt að taka forystuna á þrettándu en missti stutt pútt fyrir pari.14.21: Birgir Leifur var að fá þriðja fugl dagsins og er kominn á tíu undir par. Haraldur Franklín fékk par en þeir voru að klára níundu. Birgir Leifur er því kominn í forystu. Æsispennandi seinni níu fram undan.14.11: Rúnar var að tapa höggi á áttundu en þeir Birgir Leifur og Haraldur náðu báðir pari. Rúnar er því dottinn niður í fimmta sætið ásamt nokkrum öðrum.14.05: Þórður Rafn spilaði fyrri níu á 31 höggi í dag - fimm undir pari vallarins. Vallarmetið er 65 högg eða sex undir. Margir kylfingar hafa þó lent í alls konar veseni á seinni níu.14.04: Valdís náði öruggu pari á tólftu en Guðrún Brá og Sunna lentu í smá vandræðum. Guðrún Brá kláraði sitt pressupútt en Sunna þurfti að þrípútta og fékk því skolla.14.00: Axel Bóasson er að spila vel í dag og er kominn á einn undir eftir par á níundu.13.59: Birgir Leifur, Haraldur og Rúnar voru allir að fá fugla á sjöundu. Þórður Rafn svaraði með fugli á níundi og er því kominn á fimm undir í dag. En staða efstu manna er nánast óbreytt.13.51: Strákarnir í lokahollinu pöruðu allir á sjöttu og er staðan því óbreytt í karlaflokki.13.49: Valdís Þóra bjargaði dýrmætu pari á elleftu eftir að hafa lent í vandræðum eftir þriðja höggið. Hún sló inn í á flöt úr erfiðri stöðu en náði að klára með tvípútti. Guðrún Brá, sem var hins vegar í góðri stöðu, missti auðvelt pútt fyrir pari og fékk skolla. Sunna paraði og því eru þær allar jafnar á átta yfir pari.13.41: Enn eru sviptingar í kvennaflokki. Guðrún Brá er nú komin í efsta sæti þrátt fyrir að vera á tveimur yfir pari í dag. Ástæðan er sú að Valdís Þóra fékk skramba á tíundu holu og er nú á átta yfir, rétt eins og Sunna.13.39: Arnór Ingi Finnbjörnsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson og Rúnar Arnórsson eru jafnir í fjórða sæti á pari vallarins.13.38: Þórður Rafn er að koma gríðarlega sterkur inn hér á lokadeginum. Hann fékk örn strax á fyrstu holu og hefur fylgst því eftir með fugli á 4. og 7. holu. Hann er því kominn fjóra undir í dag og samtals þrjá undir.13.36: Birgir Leifur fékk fugla á þriðju, þar sem Haraldur Franklín tapaði höggi, og var því tveggja högga sveifla á þeirri holu. Staðan er enn jöfn eftir fimm holur.13.33: Haraldur Franklín var óheppinn að fá ekki fugl á fyrstu holu en hann þrípúttaði og mátti sætta sig við par. Hann tapaði svo höggi á þriðju sem er par 3. Hann er því á einum yfir í dag.13.26: Það er útlit fyrir spennandi lokasprett bæði í karla- og kvennaflokki. Í stuttu máli sagt hefur Birgir Leifur jafnað Harald Franklín á toppnum og eru þeir með sex högga forystu á næsta mann. Valdís Þóra Jónsdóttir er með nauma forystu í kvennaflokki.13.25: Góðan dag og verið velkomin í beina lýsingu frá lokadeginum á stærsta móti golfvertíðarinnar, Íslandsmótinu í höggleik.Mynd/Daníel Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Sunna Víðisdóttir, GR, urðu í dag Íslandsmeistarar í höggleik eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli. Birgir Leifur hóf daginn tveimur höggum á eftir Haraldi Franklín sem leiddi eftir fyrstu þrjá dagana. En Birgir Leifur jafnaði fljótt við hann og voru þeir jafnir lengi vel eftir það. Haraldur fékk þrefaldan skolla á 16. holu sem færði Birgi Leifi sigurinn í dag. Sunna hafði betur í bráðabana gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst einnig í umspilið en féll úr leik eftir fyrstu þrjár holurnar. Valdís Þóra Jónsdóttir var í forystu lengi vel í dag en fékk þrefaldan skolla á 18. holu og missti þar með naumlega af sigrinum í dag. Mikil dramatík var á síðustu holunum og allar fjórar áttu möguleika á sigrinum. Lokadeginum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Lokastaða í karlaflokki: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG -10 2. Haraldur Franklín Magnús, GR -8 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -2 4. Ólafur Björn Loftsson, NK +1 5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +2 6. Arnar Snær Hákonarson, GR +3 - Axel Bóasson, GK +3Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Sunna Víðisdóttir, GR +11 (fyrst eftir 4. holu í umspili) 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +11 (önnur eftir 4. holu í umspili) 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +11 (þriðja eftir 3. holu í umspili) 4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +12 - Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +12 6. Karen Guðnadóttir, GS +18 - Tinna Jóhannsdóttir, GK +18 8. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG +19 9. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK +20 10. Berglind Björnsdóttir, GR +2117.16: Guðrún Brá náði ekki að setja niður púttið fyrir parinu. Sunna á stutt pútt eftir fyrir pari sem hún setur örugglega niður. Sunna er því Íslandsmeistari kvenna 2013. 17.14: Sunna fékk fuglapútt en nýtti það ekki. Guðrún Brá átti eftir pressupútt fyrir pari.17.14: Birgir Leifur klárar parið og Haraldur Franklín gerir það líka. Birgir Leifur er því Íslandsmeistari karla 2013.17.07: Birgir Leifur neglir beint á pinna á 18. holu og þetta er því bara formsatriði. Fimmti Íslandsmeistaratitillinn er á leið í hús.17.05: Guðrún Brá er búin að slá en Sunna er trufluð af áhorfendum sem eru að fylgja körlunum á 18. braut. Afar neyðarlegt. Sunna nær þó að slá vel af teig.17.02: Sunna og Guðrún Brá eru mættar á 10. teig. Nú geta úrslit ráðst á hverri holu enda komin í bráðabana.16.57: Haraldur Franklín svarar óförunum á 16. holu með fugli á 17. Hann átti gott teighögg en þurfti að hafa fyrir fuglinum inn á flöt. Birgir Leifur kláraði sitt með pari og hefur tveggja högga forystu fyrir lokaholuna.16.53: Sunna og Guðrún Brá fara nú aftur á 10. holu til að halda umspilinu áfram.16.52: Þórður Rafn paraði síðustu tvær holurnar og kom inn á 68 höggum. Hann var því þremur höggum frá vallarmetinu og endaði á samtals tveimur undir í þriðja sæti.16.51: Haraldur endaði á þremur yfir pari á 16. holu eftir mikinn vandræðagang. Birgir Leifur kom sér meira að segja í gott parfæri en klúðraði því. Hann fékk því skolla en er engu að síður þremur höggum á undan Haraldi.16.48: Sunna og Guðrún Brá púttuðu báðar fyrir fugli og sigri í mótinu en þær urðu báðar að sætta sig við par. Ólafía Þórunn missti fuglapúttið og er því úr leik. Hún hafnar í þriðja sæti.16.41: Ólafía með frábært innáhögg á 12. holu og er líklega að ná sér í fugl. Hún hefur ekki sagt sitt síðasta í baráttunni. Guðrún og Sunna eru komust einnig inn á flöt í tveimur höggum en eiga lengra pútt fyrir fugli.16.38: Haraldur þurfti að koma sér inn á næstu braut við hliðina á 16. brautinni og er jafnvel að spila sig úr baráttunni við Birgi Leif, sem er í mjög góðum málum eins og stendur.16.35: Haraldur Franklín lenti í vandræðum á 16. holu og þarf líklega að taka víti. Veit á gott fyrir Birgi Leif sem er á miðri braut.16.33: Sunna var í mjög góðu fuglafæri á 11. holu en fékk par, rétt eins og Guðrún Brá. Ólafía Þórunn byrjaði á að pútta fyrir erni en fuglafærið var heldur langt. Hún náði því ekki og paraði holuna.16.25: Birgir Leifur var að landa sínum fjórða fugli og hann náði þar með forystunni á ný. Þetta var langt pútt á 15. flöt. Haraldur Franklín náði pari og er höggi á eftir. Birgir Leifur hefur ekki enn tapað höggi í dag.16.14: Ólafía Þórunn missti högg á 10. holu, þeirri fyrstu í umspilinu. Guðrún Brá og Sunna fengu báðar par. Umspilið er þrjár holur og gildir besta skor eftir þær.16.10: Þórður Rafn fékk skolla á fimmtándu og er því að lenda í sömu vandræðum og Guðmundur Ágúst og Kristján Þór í gær. Vallarmet Ólafs Björns virðist nokkuð öruggt.16.09: Birgir Leifur lenti í miklum vandræðum á fjórtándu þar sem hann var nálægt því að missa boltann út af. En hann hélt honum á lífi og náði parinu. Haraldur spilaði þessa holu mjög vel og náði fugli sem þýðir að staðan á toppnum er jöfn á nýjan leik.15.57: Haraldur fékk par á 13. holu eftir frábæra vippu sem endaði hársbreidd frá holu. Birgir Leifur náði einnig pari eftir að hafa lent í smá vandræðum og heldur því forystunni.15.41: Þvílík spenna. Ég hef bara ekk vitað annað eins. Valdís Þóra var í frábærri stöðu en lenti í miklum vandræðum á átjándu og fékk þrefaldan skolla þar. Þrjár áttu möguleika á að ná sigrinum en þær enduðu allar á ellefu yfir pari og þurfa því að fara í umspil.15.39: Guðrún Brá þarf að pútta fyrir pari og koma sér í umspilið með Sunnu og Ólafíu. Púttið var öruggt og það eru því þrír kylfingar á leið í umspil um titilinn. Þær fara nú á 10. teig.15.38: Valdís Þóra endar á þremur yfir á 18. holu og kemst því ekki í umspilið. Ótrúlega svekkjandi fyrir Íslandsmeistara síðasta árs.15.37: Sunna gat tryggt sér sigurinn með löngu pútti en náði því ekki og fékk því skolla. Hún er jöfn Ólafíu Þórunni. Valdís og Guðrún eiga eftir að pútta.15.36: Guðrún Brá var nálægt því að vippa í fyrir fugli á 18. Þetta er æsispennandi.15.33: Valdís Þóra var að taka sitt fimmta högg á 18. og náði ekki að koma boltanum á flöt. Hún gæti því verið að spila sig alfarið úr titilbaráttunni á lokametrunum. Sunna á eftir erfitt pútt fyrir pari og þá væntanlega sigri á mótinu.15.31: Haraldur Franklín lenti í vandræðum eftir teighöggið á 12. holu og endaði á því að tapa höggi. Birgir Leifur er því einn í forystu eftir að hafa fengið par.15.29: Nú er Sunna allt í einu í dauðafæri. Ólafía tapaði tveimur höggum á 18. holu og Valdís Þóra er í vandræðum. Sunna gæti þess vegna tryggt sér titilinn með pari á 18.15.26: Ólafía Þórunn lenti í glompu eftir annað höggið sitt á 18. holu og náði ekki að koma sér inn á flöt fyrr en í fjórða höggi. Hún tvípúttaði og fékk því skramba. Þar með gaf hún Valdísi forystuna á ný. Hins vegar er Valdís í miklu basli á miðri braut á 18. og því allt galopið.15.18: Valdís Þóra lenti í glompu eftir teighöggið á 17. holu, sem er par 3, en náði að koma sér í ágætt parfæri. En hún krækti og er því jöfn við Ólafíu Þórunni. Þvílík spenna fyrir lokaholuna.15.13: Birgir Leifur og Haraldur Franklín fengu báðir par á 11. holu og staðan enn jöfn.15.10: Guðrún Brá þurfti að taka víti á 16. holu og náði ekki að bjarga parinu. Hún er því þremur höggum á eftir Valdísi sem náði pari, rétt eins og Sunna. Ólafía Þórunn fékk par á 17. holu og er einu höggi á eftir Valdísi.15.01: Þórður Rafn var að fá góðan fugl á 12. holu og er því kominn á fimm undir í dag. Vallarmetið er í hættu.14.57: Ólafía var að fá sinn annan fugl í röð og er komin í annað sætið. Hún púttaði fyrir erni á 16. holu og var ekki langt frá því að ná því. Hún hafði tvisvar fengið örn á þessari holu og einu sinni par.14.55: Skolli hjá Þórði Rafn á elleftu og hann er því kominn aftur í þrjá undir. Er sjö höggum á eftir fremstu mönnum blandar sér því varla í baráttuna úr þessu. Hann er á fjórum undir í dag og tveimur höggum frá vallarmetinu.14.52: Það er spurning hvað gerist á 16. holu. Kylfingar lentu í miklu basli þar í gær og verður forvitnilegt að fylgjast með þeim bestu þar í dag. Holustaðsetning á flöt er mjög erfið.14.47: Guðrún Brá var að þrípútta aftur og því er Valdís með ansi vænlega stöðu þegar þrjár holur eru eftir. Hún er með tveggja högga forystu en bæði hún og Sunna fengu par.14.38: Enn sviptingar í kvennaflokki. Valdís Þóra náði fugli á fjórtándu og er því með forystu þegar þrjár fjórar holur eru eftir. Ólafía fékk fugl á fimmtándu og er bara tveimur höggum á eftir henni.14.35: Haraldur Franklín var að setja niður svakalegt pútt á 10. holu og tryggði sér þar með fugl. Staðan er því jöfn en hann og Birgir Leifur eru á tíu undir pari.14.23: Valdís Þóra var með heppnina með sér á þrettándu en hún fékk lausn frá veginum eftir að hafa fengið slæma legu eftir teighöggið. Hún fékk skolla, eins og Sunna og Guðrún, og er staðan því óbreytt. Guðrún hefði átt að taka forystuna á þrettándu en missti stutt pútt fyrir pari.14.21: Birgir Leifur var að fá þriðja fugl dagsins og er kominn á tíu undir par. Haraldur Franklín fékk par en þeir voru að klára níundu. Birgir Leifur er því kominn í forystu. Æsispennandi seinni níu fram undan.14.11: Rúnar var að tapa höggi á áttundu en þeir Birgir Leifur og Haraldur náðu báðir pari. Rúnar er því dottinn niður í fimmta sætið ásamt nokkrum öðrum.14.05: Þórður Rafn spilaði fyrri níu á 31 höggi í dag - fimm undir pari vallarins. Vallarmetið er 65 högg eða sex undir. Margir kylfingar hafa þó lent í alls konar veseni á seinni níu.14.04: Valdís náði öruggu pari á tólftu en Guðrún Brá og Sunna lentu í smá vandræðum. Guðrún Brá kláraði sitt pressupútt en Sunna þurfti að þrípútta og fékk því skolla.14.00: Axel Bóasson er að spila vel í dag og er kominn á einn undir eftir par á níundu.13.59: Birgir Leifur, Haraldur og Rúnar voru allir að fá fugla á sjöundu. Þórður Rafn svaraði með fugli á níundi og er því kominn á fimm undir í dag. En staða efstu manna er nánast óbreytt.13.51: Strákarnir í lokahollinu pöruðu allir á sjöttu og er staðan því óbreytt í karlaflokki.13.49: Valdís Þóra bjargaði dýrmætu pari á elleftu eftir að hafa lent í vandræðum eftir þriðja höggið. Hún sló inn í á flöt úr erfiðri stöðu en náði að klára með tvípútti. Guðrún Brá, sem var hins vegar í góðri stöðu, missti auðvelt pútt fyrir pari og fékk skolla. Sunna paraði og því eru þær allar jafnar á átta yfir pari.13.41: Enn eru sviptingar í kvennaflokki. Guðrún Brá er nú komin í efsta sæti þrátt fyrir að vera á tveimur yfir pari í dag. Ástæðan er sú að Valdís Þóra fékk skramba á tíundu holu og er nú á átta yfir, rétt eins og Sunna.13.39: Arnór Ingi Finnbjörnsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson og Rúnar Arnórsson eru jafnir í fjórða sæti á pari vallarins.13.38: Þórður Rafn er að koma gríðarlega sterkur inn hér á lokadeginum. Hann fékk örn strax á fyrstu holu og hefur fylgst því eftir með fugli á 4. og 7. holu. Hann er því kominn fjóra undir í dag og samtals þrjá undir.13.36: Birgir Leifur fékk fugla á þriðju, þar sem Haraldur Franklín tapaði höggi, og var því tveggja högga sveifla á þeirri holu. Staðan er enn jöfn eftir fimm holur.13.33: Haraldur Franklín var óheppinn að fá ekki fugl á fyrstu holu en hann þrípúttaði og mátti sætta sig við par. Hann tapaði svo höggi á þriðju sem er par 3. Hann er því á einum yfir í dag.13.26: Það er útlit fyrir spennandi lokasprett bæði í karla- og kvennaflokki. Í stuttu máli sagt hefur Birgir Leifur jafnað Harald Franklín á toppnum og eru þeir með sex högga forystu á næsta mann. Valdís Þóra Jónsdóttir er með nauma forystu í kvennaflokki.13.25: Góðan dag og verið velkomin í beina lýsingu frá lokadeginum á stærsta móti golfvertíðarinnar, Íslandsmótinu í höggleik.Mynd/Daníel
Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti