Golf

Valdís Þóra: Kom á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir deilir forystunni með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Íslandsmótinu í höggleik.

„Hringurinn hefði getað verið betri en ég var ágætlega ánægð með hann,“ sagði Valdís en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var fjórum höggum á undan Valdísi áður en keppni hófst í dag en það breyttist á skömmum tíma og Valdís var lengi með forystu á seinni níu.

„Ég kannski bjóst ekki við að ná svona miklu af henni en þetta var fínt. Það verður örugglega spennandi lokahringur á morgun.“

Hún segir að leikáætlun sín hafi gengið ágætlega upp í dag. „Ég var svolítið óheppin með annað höggið á sextándu og fór yfir flötina, þar sem ég lenti á slæmu svæði. En ég gerði annars ekki mikið af mistökum og hefði þegið fleiri fugla í dag.“

„Ég var ekki nógu góð fyrstu tvo dagana og því var gott að þetta hófst í dag.“


Tengdar fréttir

Guðmundur Ágúst: Ég vildi meira

Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í dag og var nálægt dagsgömlu vallarmeti Ólafs Björns Loftssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×