Vigdís Hauks segir Standard & Poor's með inngrip í innanríkismál Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2013 16:36 Vigdís Hauksdóttir telur aðfinnslur Standard & Poors vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent