Ók 180 km á vélsleða á vatni Finnur Thorlacius skrifar 26. júlí 2013 10:30 Finninn Antti Holmberg setti nýtt heimsmet í fyrradag í akstri á vélsleða á vatni og tók það hann 3 klukkustundir. Meðalhraði hans var um 60 km/klst og setti hann metið bæði á stöðuvatni og aðliggjandi á nálægt bænum Ivalo. Fyrra heimsmetið var aðeins 64 km svo Finninn fljúgandi rústaði þessu meti hressilega. Talsvert af eldsneyti þurfti til akstursins og var sleði hans með tiltæka nærri 60 lítra af eldsneyti, en 20 lítra brúsa var bætt við hefðbund tank sleðans og var hann útbúinn þannig að hann fyllti jafnóðum uppí tankinn. Tveir bátar fylgdi Antti á leið sinni ef eitthvað skildi nú bjáta á, en að auki var sleðinn útbúinn flothylkjum sem blásið hefðu ógnarhratt upp ef sleðinn hefði tekið að sökkva. Hundruðir fólks úr bænum hvöttu nágranna sinn á meðan á heimsmetstilrauninni stóð. Sjá má vatnaakstur Finnans í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent
Finninn Antti Holmberg setti nýtt heimsmet í fyrradag í akstri á vélsleða á vatni og tók það hann 3 klukkustundir. Meðalhraði hans var um 60 km/klst og setti hann metið bæði á stöðuvatni og aðliggjandi á nálægt bænum Ivalo. Fyrra heimsmetið var aðeins 64 km svo Finninn fljúgandi rústaði þessu meti hressilega. Talsvert af eldsneyti þurfti til akstursins og var sleði hans með tiltæka nærri 60 lítra af eldsneyti, en 20 lítra brúsa var bætt við hefðbund tank sleðans og var hann útbúinn þannig að hann fyllti jafnóðum uppí tankinn. Tveir bátar fylgdi Antti á leið sinni ef eitthvað skildi nú bjáta á, en að auki var sleðinn útbúinn flothylkjum sem blásið hefðu ógnarhratt upp ef sleðinn hefði tekið að sökkva. Hundruðir fólks úr bænum hvöttu nágranna sinn á meðan á heimsmetstilrauninni stóð. Sjá má vatnaakstur Finnans í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent