Leik lokið: Magnaður sigur Blika í Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 14:27 Blikar höfðu ærna ástæðu til að fagna í Graz í dag. Mynd/Arnþór Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira