Sprengdu bíl í steggjapartýi Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 10:08 Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent
Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent