Ók með krafttöng í stað stýris Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 08:45 Krafttöng í stað stýris Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent
Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent