Ók með krafttöng í stað stýris Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 08:45 Krafttöng í stað stýris Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent
Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent