Benz vinsælastur hjá bílþjófum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 10:45 Mercedes Benz C-Class Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent
Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent