Sigurbjörn Theódórsson upplifði draum kylfingsins í síðustu viku þegar hann fór holu í höggi á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.
Sigurbjörn, sem er einhentur, náði draumahögginu á 9. holu vallarins sem er par þrjú hola. Slegið er um 82 metra yfir vatn og í tilfelli Sigurbjörns þurfti aðeins eitt högg til.
Sigurbjörn slasaðist í skellinöðruslysi á sautján ára afmælisdeginum sínum og hefur verið lamaður á hægri hendi síðan að því er kemur fram í frétt Rúv.
Allir kylfingar sem fara holu í höggi á 9. holunni í Bakkakoti fá myndbandsupptöku af afrekinu að gjöf.
