Sigurbjörn Theódórsson upplifði draum kylfingsins í síðustu viku þegar hann fór holu í höggi á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.
Sigurbjörn, sem er einhentur, náði draumahögginu á 9. holu vallarins sem er par þrjú hola. Slegið er um 82 metra yfir vatn og í tilfelli Sigurbjörns þurfti aðeins eitt högg til.
Sigurbjörn slasaðist í skellinöðruslysi á sautján ára afmælisdeginum sínum og hefur verið lamaður á hægri hendi síðan að því er kemur fram í frétt Rúv.
Allir kylfingar sem fara holu í höggi á 9. holunni í Bakkakoti fá myndbandsupptöku af afrekinu að gjöf.
Íslendingur fór holu í höggi með annarri hendi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur
Körfubolti