FH tapaði fyrir Austria Vín, 1-0, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en leikurinn fór fram í Vín.
Atli Guðnason, leikmaður FH, fékk frábært færi strax á fjórðu mínútu leiksins en markvörður heimamanna kom vörnum við.
Daniel Royer gerði eina mark leiksins eftir 25 mínútna leik en heimamenn fengu nokkur ákjósanleg færi í leiknum.
FH-ingar fara því með ágætis möguleika í síðari leikinn en liðin mætast á ný eftir viku á Kaplakrikavelli.
Sigurvegarinn í einvíginu fer í umspil um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggir FH sér 540 milljónir íslenskra króna í tekjur.
