Fölsuðu eyðslutölur og voru reknir Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 14:45 Chevrolet Tavera jepplingurinn sem seldur er í Indlandi Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent
Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent