Volvo gaf eftir einkaleyfi á öryggisbeltum til að bjarga mannslífum Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 14:45 Nils Bohlin í þriggja punkta öryggisbelti í Volvo Amazon Erfitt er að ímynda sér bíla án öryggisbelta, en það var þó ekki fyrr en árið 1959 sem fyrsta þriggja punkta öryggisbeltið var sett í bíl, Volvo Amazon í Svíþjóð. Svo mikið var Volvo í mun að koma þessari uppfinningu sinni í almenna notkun, til að bjarga mannslífum, að fyrirtækið gaf eftir einkaleyfið á hugmynd sinni. Fullyrða má að það hafi tekist og sáust fyrstu bílbeltin í bandarískum bílum árið 1963, eða fyrir hálfri öld. Uppfinningamaðurinn var Nils Bohlin sem unnið hafði fyrir flugvéladeild Saab og hannaði þar sæti sem skutu flugmönnum útúr vélunum þeim til bjargar ef þær yrðu skotnar niður. Í flugvélasætunum voru þriggja punkta öryggisbelti sem hann flutti með sér í bíla Volvo. Fram að því höfðu öryggisbelti einungis verið tveggja punkta og lágu aðeins yfir mitti ökumanns og ollu oft meira tjóni en gagni við árekstur eða veltur. Volvo hefði getað hagnast mjög á þessu einkaleyfi en fannst meira um vert að aðrir bílaframleiðendur nytu góðs af þessari uppfinningu og hafi Volvo hrós fyrir það. Bohlin vann áfram að öryggismálum fyrir Volvo til ársins 1985 og kom að vörnum við hliðarárekstur og öryggisbeltum í aftursætum. Hann dó árið 2002 en hafði þá verið veitt heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til öryggismála í bílum og hlaut meðal annars gullmedalíu frá Swedish Royal Academy of Engineering Science og var tekinn inn í frægðarhöllina Automotive Hall of Fame. Volvo hefur sagt að einni milljón mannslífa hafi verið bjargað með öryggisbeltunum og er það að þakka viðhorfi Volvo til öryggismála umfram fjárhagslegan ávinning.Þriggja punkta öryggisbeltin komu fyrst í Volvo Amazon Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Erfitt er að ímynda sér bíla án öryggisbelta, en það var þó ekki fyrr en árið 1959 sem fyrsta þriggja punkta öryggisbeltið var sett í bíl, Volvo Amazon í Svíþjóð. Svo mikið var Volvo í mun að koma þessari uppfinningu sinni í almenna notkun, til að bjarga mannslífum, að fyrirtækið gaf eftir einkaleyfið á hugmynd sinni. Fullyrða má að það hafi tekist og sáust fyrstu bílbeltin í bandarískum bílum árið 1963, eða fyrir hálfri öld. Uppfinningamaðurinn var Nils Bohlin sem unnið hafði fyrir flugvéladeild Saab og hannaði þar sæti sem skutu flugmönnum útúr vélunum þeim til bjargar ef þær yrðu skotnar niður. Í flugvélasætunum voru þriggja punkta öryggisbelti sem hann flutti með sér í bíla Volvo. Fram að því höfðu öryggisbelti einungis verið tveggja punkta og lágu aðeins yfir mitti ökumanns og ollu oft meira tjóni en gagni við árekstur eða veltur. Volvo hefði getað hagnast mjög á þessu einkaleyfi en fannst meira um vert að aðrir bílaframleiðendur nytu góðs af þessari uppfinningu og hafi Volvo hrós fyrir það. Bohlin vann áfram að öryggismálum fyrir Volvo til ársins 1985 og kom að vörnum við hliðarárekstur og öryggisbeltum í aftursætum. Hann dó árið 2002 en hafði þá verið veitt heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til öryggismála í bílum og hlaut meðal annars gullmedalíu frá Swedish Royal Academy of Engineering Science og var tekinn inn í frægðarhöllina Automotive Hall of Fame. Volvo hefur sagt að einni milljón mannslífa hafi verið bjargað með öryggisbeltunum og er það að þakka viðhorfi Volvo til öryggismála umfram fjárhagslegan ávinning.Þriggja punkta öryggisbeltin komu fyrst í Volvo Amazon
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent