Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í 70. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.
Ísland lyftir sér upp um þrjú sæti en liðið hefur ekki spilað landsleik síðan í 4-2 tapinu gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní. Þá er Ísland í 35. sæti Evrópuþjóða.
Engin hreyfing eru á meðal tólf efstu þjóða. Bandaríkin lyfta sér um þrjú sæti og eru komin í það nítjánda. Landsliðið spilaði sjö leiki enda vann Bandaríkin sigur í Norður-Ameríkubikarnum á dögunum.
Máritanía er hástökkvari listans en liðið fer upp um 21 sæti. Miðbaugs-Gínea fellur hins vegar um 32 sæti.
Ísland mætir Færeyjum í æfingaleik á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Krakkar sem æfa knattspyrnu með yngri flokkum íslenskra félaga eiga þess kost að fá frítt á leikinn. Nánari upplýsingar á heimasíðu KSÍ.
Ísland upp um þrjú sæti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið








Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti