Njósnað um Blika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 16:45 Ólafur Kristjánsson. Mynd/Ernir „Maður er með sín prinsipp og stendur ekki í svona skítabusiness," segir Ólafur Kristjánsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Blikar taka á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld. Gestirnir æfa í kvöld á Laugardalsvelli og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort Ólafur ætlaði að senda njósnara á staðinn. Svarið var skýrt. „Nei, ég geri það ekki," sagði Ólafur. „Ef æfingar eiga að vera lokaðar þá virðir maður það." Blikar hafa spilað ytra í Andorra, Austurríki og Kasakstan í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. „Æfingar okkar í Sturm Graz og Aktobe áttu að vera lokaðar. Í Austurríki sátu þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn inni í VIP-herberginu, drukku kaffi og þóttust vera veitingastarfsmenn," segir Ólafur. Þjálfari Blika segir að aðstoðarmaður sinn, Úlfar Hinriksson, hafi farið upp í stúku á meðan á æfingu Blika stóð og litið inn í VIP-herbergið. Þar hafi fjórir veitingastarfsmenn tekið á móti honum. „Daginn eftir, rétt fyrir leik, segir hann við mig að einn veitingarstarfsmannanna sé á varamannbekk Austurríkismannanna," segir Ólafur sem spurði Úlfar hvern hann ætti við. Kom upp úr krafsinu að viðkomandi veitingastarfsmaður var aðstoðarþjálfari Sturm. „Hann er greinilega ekki í fullu starfi sem aðstoðarþjálfari því hann sagðist vera veitingastarfsmaður í gær," hefur Ólafur eftir Úlfari aðstoðarmanni sínum. Svipað hafi verið uppi á teningnum þegar Blikar mættu til Kasakstan. „Þá sátu tuttugu manns og horfðu á æfingu Blika og sögðust allir vera starfsmenn í öryggisgæslu," segir Ólafur. Leikur Blika og Aktobe hefst á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
„Maður er með sín prinsipp og stendur ekki í svona skítabusiness," segir Ólafur Kristjánsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Blikar taka á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld. Gestirnir æfa í kvöld á Laugardalsvelli og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort Ólafur ætlaði að senda njósnara á staðinn. Svarið var skýrt. „Nei, ég geri það ekki," sagði Ólafur. „Ef æfingar eiga að vera lokaðar þá virðir maður það." Blikar hafa spilað ytra í Andorra, Austurríki og Kasakstan í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. „Æfingar okkar í Sturm Graz og Aktobe áttu að vera lokaðar. Í Austurríki sátu þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn inni í VIP-herberginu, drukku kaffi og þóttust vera veitingastarfsmenn," segir Ólafur. Þjálfari Blika segir að aðstoðarmaður sinn, Úlfar Hinriksson, hafi farið upp í stúku á meðan á æfingu Blika stóð og litið inn í VIP-herbergið. Þar hafi fjórir veitingastarfsmenn tekið á móti honum. „Daginn eftir, rétt fyrir leik, segir hann við mig að einn veitingarstarfsmannanna sé á varamannbekk Austurríkismannanna," segir Ólafur sem spurði Úlfar hvern hann ætti við. Kom upp úr krafsinu að viðkomandi veitingastarfsmaður var aðstoðarþjálfari Sturm. „Hann er greinilega ekki í fullu starfi sem aðstoðarþjálfari því hann sagðist vera veitingastarfsmaður í gær," hefur Ólafur eftir Úlfari aðstoðarmanni sínum. Svipað hafi verið uppi á teningnum þegar Blikar mættu til Kasakstan. „Þá sátu tuttugu manns og horfðu á æfingu Blika og sögðust allir vera starfsmenn í öryggisgæslu," segir Ólafur. Leikur Blika og Aktobe hefst á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira