Íslensk módel á síðu VOGUE Ellý Ármanns skrifar 7. ágúst 2013 13:30 Myndir eftir íslenskan ljósmyndara, Braga Kort, birtust á vefsíðu ítalska Vogue. Hann sérhæfir sig meðal annars í „fine art nude" myndum en það getur hver sem er skráð sig sem ljósmyndara á þessa síðu. Skjámynd af umræddri mynd á vefsíðu ítalska Vogue.Erfitt þykir fyrir ljósmyndara að fá myndir samþykktar á vefsíðu Vogue tískutímaritsins en Vogue setur stimpilinn sinn á þær. Braga hefur þó tekist að fá nokkrar myndir samþykktar og þar á meðal þessa mynd af íslensku fyrirsætunum Melínu Kolka Guðmundsdóttur og Mariu Jimenez Pacifico. Melina Kolka ásamt Maríu Jimenez Pacifico í myndatökunni.Við spurðum Melínu sem er menntaður grafískur hönnuður um umrædda mynd. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessu verkefni? „Maria hafði samband við mig og bað mig að taka þátt í þessu verkefni með sér en við þekkjumst í gegnum Kvikmyndaskólann. Ég er bara að prófa mig áfram í módelheiminum en ég er nýkomin á skrá hjá Eskimo."Innileg tengsl „Tilfinningin og áhrifin frá þessari mynd eru ótrúleg. Tengsl þeirra eru innileg og einlæg eins og samband systra eða vinkvenna. Myndin er kröftug en fáguð á sama tíma. Nafn myndarinnar Umhyggja eða affection á svo sannarlega vel við," segir Melina spurð út í myndina og hvað þau leituðust við að skapa. Ljósmyndarinn, Bragi Kort, hefur meðal annars verið að aðstoða Dave Rudin þegar hann var hér á landi að taka „fine art nude" myndir á Íslandi.Hér má sjá flickr síðuna hans BragaHér er hlekkur á sjálfa myndina þar sem hún birtist á Vogue.itPrófíll Braga á Vogue.it Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Myndir eftir íslenskan ljósmyndara, Braga Kort, birtust á vefsíðu ítalska Vogue. Hann sérhæfir sig meðal annars í „fine art nude" myndum en það getur hver sem er skráð sig sem ljósmyndara á þessa síðu. Skjámynd af umræddri mynd á vefsíðu ítalska Vogue.Erfitt þykir fyrir ljósmyndara að fá myndir samþykktar á vefsíðu Vogue tískutímaritsins en Vogue setur stimpilinn sinn á þær. Braga hefur þó tekist að fá nokkrar myndir samþykktar og þar á meðal þessa mynd af íslensku fyrirsætunum Melínu Kolka Guðmundsdóttur og Mariu Jimenez Pacifico. Melina Kolka ásamt Maríu Jimenez Pacifico í myndatökunni.Við spurðum Melínu sem er menntaður grafískur hönnuður um umrædda mynd. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessu verkefni? „Maria hafði samband við mig og bað mig að taka þátt í þessu verkefni með sér en við þekkjumst í gegnum Kvikmyndaskólann. Ég er bara að prófa mig áfram í módelheiminum en ég er nýkomin á skrá hjá Eskimo."Innileg tengsl „Tilfinningin og áhrifin frá þessari mynd eru ótrúleg. Tengsl þeirra eru innileg og einlæg eins og samband systra eða vinkvenna. Myndin er kröftug en fáguð á sama tíma. Nafn myndarinnar Umhyggja eða affection á svo sannarlega vel við," segir Melina spurð út í myndina og hvað þau leituðust við að skapa. Ljósmyndarinn, Bragi Kort, hefur meðal annars verið að aðstoða Dave Rudin þegar hann var hér á landi að taka „fine art nude" myndir á Íslandi.Hér má sjá flickr síðuna hans BragaHér er hlekkur á sjálfa myndina þar sem hún birtist á Vogue.itPrófíll Braga á Vogue.it
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira