FH tekur á móti Austria Vín í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.
Óhætt er að fullyrða að leikurinn í dag sé einn sá stærsti sem íslenskt félagslið hafi spilað. Austria Vín vann 1-0 sigur í fyrri leiknum og því enn möguleiki fyrir FH-inga að snúa blaðinu við þótt andstæðingurinn sé sterkur.
Sigurvegarinn í einvígi liðanna kemst í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að þar fengi sigurliðið gríðarlega erfiðan andstæðing. Tap á því stigi keppninnar myndi hins vegar þýða sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur. Þá myndi FH spila að lágmarki sex leiki í riðlakeppninni sem lýkur í desember.
Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á dögunum þá bíður sigurliðsins í einvíginu að lágmarki 540 milljónir króna. Þegar hafa FH-ingar tryggt sér 112 milljónir vegna þátttöku sinnar í keppninni.
Leikur FH og Austria Vín verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Hundruð milljóna í boði klukkan 16
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

