Hallgrímur Jónasson og félagar í SönderjyskE máttu sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu þegar liðið heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Midtjylland vann leikinn 2-1 og er áfram með fullt hús á toppnum.
Morten Rasmussen skoraði sigurmarkið fyrir Midtjylland tveimur mínútum fyrir leikslok en SönderjyskE var yfir þar til á 81. mínútu leiksins. Nicolaj Madsen kom SönderjyskE í 1-0 á 55. mínútu en Sylvester Igboun jafnaði metin á 81. mínútu.
Hallgrímur Jónasson fékk að líta gula spjaldið mínútu eftir að Morten Rasmussen skoraði sigurmarkið í leiknum.
SönderjyskE náði í fjögur stig í fyrstu tveimur umferðunum og var í þriðja sætinu fyrir leikinn. Midtjylland hefur aftur á móti unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Hallgrímur og félagar misstu af stigunum í lokin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn