Frakkar banna sölu Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 12:30 Mercedes Benz A-Class Í nokkurn tíma hafa frönsk yfirvöld varað Mercedes Benz við því að bann yrði lagt við sölu ákveðinna gerða bíla Mercedes Benz í Frakklandi sem innihalda kælivökva sem ekki fellur að reglum Evrópusambandsins. Þar sem Mercedes Benz hafði unnið úrskurð dómsstóla varðandi málið þá kom það þeim verulega á óvart að frönsk yfirvöld tækju þessa ákvörðun í gær en frönsk yfirvöld standa fastar á því en fótunum að bílum með þessa gerð kælivökva verði ekki seldir í Frakklandi. Bílgerðirnar sem um ræðir eru A-Class, B-Class og CLA-Class og eru þeir með kælivökvann R134a, en ættu að vera með R1234yf, til að teljast löglegir og umhverfisvænir. Mercedes Benz telur að ákvörðun franskra stjórnvalda sé helst til þess fallin að hamla sölu þýskra bíla í Frakklandi svo selja megi fleiri bíla frá eigin framleiðendum. Bílarnir þrír, með ólöglega kælivökvann er helsta söluvara Mercedes Benz í Frakklandi og nú þegar hefur verið komið í veg fyrir að 4.500 slíkir bílar væru skráðir þar, en 2.700 þeirra eru þegar seldir. Um það munar og sér ekki fyrir endann á þessari deilu. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent
Í nokkurn tíma hafa frönsk yfirvöld varað Mercedes Benz við því að bann yrði lagt við sölu ákveðinna gerða bíla Mercedes Benz í Frakklandi sem innihalda kælivökva sem ekki fellur að reglum Evrópusambandsins. Þar sem Mercedes Benz hafði unnið úrskurð dómsstóla varðandi málið þá kom það þeim verulega á óvart að frönsk yfirvöld tækju þessa ákvörðun í gær en frönsk yfirvöld standa fastar á því en fótunum að bílum með þessa gerð kælivökva verði ekki seldir í Frakklandi. Bílgerðirnar sem um ræðir eru A-Class, B-Class og CLA-Class og eru þeir með kælivökvann R134a, en ættu að vera með R1234yf, til að teljast löglegir og umhverfisvænir. Mercedes Benz telur að ákvörðun franskra stjórnvalda sé helst til þess fallin að hamla sölu þýskra bíla í Frakklandi svo selja megi fleiri bíla frá eigin framleiðendum. Bílarnir þrír, með ólöglega kælivökvann er helsta söluvara Mercedes Benz í Frakklandi og nú þegar hefur verið komið í veg fyrir að 4.500 slíkir bílar væru skráðir þar, en 2.700 þeirra eru þegar seldir. Um það munar og sér ekki fyrir endann á þessari deilu.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent