Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í 1-1 jafntefli OB á Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Það var Daninn, Morten Skoubo sem kom OB yfir í fyrri hálfleiknum en Rasmus Festersen jafnaði metin fyrir Vestsjælland í uppbótartíma síðari hálfleiks.
Leikurinn var fyrsti leikur dagsins í fimmtu umferðinni en hún klárast í kvöld. OB hefur farið vel af stað í deildinni en liðið situr í 3-4 sæti deildarinnar með 7 stig eftir fimm leiki.
