Handbolti

Guðmundur og Dagur líklegir arftakar Wilbek

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Guðmundson.
Guðmundur Guðmundson. Mynd / Getty Images
Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik og núverandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Füche Berlin, eru taldir upp sem líklegir arftakar Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana, á næsta ári.

Danska blaðið Ekstrabladet nefnir til sögunnar þrjá hugsanlega þjálfara sem hafa verið í skoðun hjá danska handknattleikssambandsins og auk Íslendinganna er Klavs Bruun Jörgensen, þjáflara Team Tvis Holstebro, einnig nefndur til sögunnar.

Wilbek hefur áður talað um það að hann ætli sér að hætta með danska landsliðið sumarið 2014 og vill danska sambandið kynna inn nýjan þjálfara strax eftir Evrópumótið í janúar sem fram fer í Danmörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×