Tesla vill útrýma hliðarspeglum Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2013 08:45 Tesla Model X kominn með hliðarspegla þó það hafa ekki verið meiningin í fyrstu. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla telur að með myndavélatækni sé hægðarleikur að útrýma hliðarspeglum bíla, sem eykur vindmótsstöðu þeirra og skaðar að auki útliti bíla. Það eru þó nokkur ljón í veginum, aðallega kostnaður við myndavélatæknina og andstaða stjórnvalda við svo róttækri breytingu. Þegar næsti framleiðslubíll Tesla, Model X, var fyrst kynntur sem hugmyndabíll var hann án hliðarspegla en þegar framleiðsluútfærsla hans var svo sýnd almenningi var hann kominn með hliðarspegla vegna þess að án þeirra hefði bíllinn strítt gegn reglum umferðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA). Tesla vinnur nú bak við tjöldin við að sannfæra stofnunina um að breyta þessum stöðlum sínum. Stofnunin hyggst lögleiða baksýnismyndavélar í alla bíla frá og með árinu 2015, en þá verða allir bílaframleiðendur að hafa slíkan búnað í sínum bílum þar vestra. Tesla hefur því dágóðan tíma til að sannfæra stofnunina um að með þeirri lögleiðingu eigi að fylgja heimild til að framleiða bíla án hliðarspegla. Volkswagen hefur nú þegar sannfært yfirvöld í Þýskalandi um öryggi XL1 eins lítra bílsins sem ekki er með hliðarspeglum og það leyfi gæti hjálpað Tesla í málflutningi sínum. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla telur að með myndavélatækni sé hægðarleikur að útrýma hliðarspeglum bíla, sem eykur vindmótsstöðu þeirra og skaðar að auki útliti bíla. Það eru þó nokkur ljón í veginum, aðallega kostnaður við myndavélatæknina og andstaða stjórnvalda við svo róttækri breytingu. Þegar næsti framleiðslubíll Tesla, Model X, var fyrst kynntur sem hugmyndabíll var hann án hliðarspegla en þegar framleiðsluútfærsla hans var svo sýnd almenningi var hann kominn með hliðarspegla vegna þess að án þeirra hefði bíllinn strítt gegn reglum umferðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA). Tesla vinnur nú bak við tjöldin við að sannfæra stofnunina um að breyta þessum stöðlum sínum. Stofnunin hyggst lögleiða baksýnismyndavélar í alla bíla frá og með árinu 2015, en þá verða allir bílaframleiðendur að hafa slíkan búnað í sínum bílum þar vestra. Tesla hefur því dágóðan tíma til að sannfæra stofnunina um að með þeirri lögleiðingu eigi að fylgja heimild til að framleiða bíla án hliðarspegla. Volkswagen hefur nú þegar sannfært yfirvöld í Þýskalandi um öryggi XL1 eins lítra bílsins sem ekki er með hliðarspeglum og það leyfi gæti hjálpað Tesla í málflutningi sínum.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent