Chevrolet Volt með 3 strokka vél úr Opel Adam Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 15:45 Léttari og aflmeiri Volt hlýtur að vera takmark Chevrolet Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent
Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent