Hallbera Guðný Gísladóttir og félagar hennar í sænska liðinu Piteå unnu fínan heimasigur, 2-0, gegn Sunnanå í kvöld.
Hallbera lék allan leikinn í vörn Piteå sem komst upp úr fallsæti með sigrinum. Sunnanå situr sem fastast á botni deildarinnar.
Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörn SönderjyskE sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Vestsjælland.
Danska deildin er tiltölulega nýfarin af stað aftur og SönderjyskE siglir lygnan sjó um miðja deild eftir fjóra leiki.
Mikilvægur sigur hjá Hallberu og félögum

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



