Forstjóri AOL rak undirmann sinn fyrir framan þúsund manns Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. ágúst 2013 13:35 Armstrong (t.v.) hafði ekki þolinmæði fyrir myndavél Lenz. samsett mynd Tim Armstrong, forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar AOL, brást hinn versti við á þúsund manna símafundi á föstudag þegar einn undirmanna hans tók upp myndavél. Hann rak hann á staðnum svo allir heyrðu. „Abel, leggðu myndavélina frá þér. Þú ert rekinn. Út með þig,“ sagði Armstrong við Abel Lenz, yfirmann þróunarmála hjá Patch, sem er fréttavefur í eigu AOL, en fundurinn var einmitt haldinn til að ræða framtíð Patch. Stutt þögn fylgdi í kjölfar þessarar óhefðbundnu uppsagnar en svo hélt Armstrong fundinum áfram. Einn fundarmanna segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða, en svo smám saman áttað sig á að Armstrong væri fúlasta alvara. „No comment,“ tísti Lenz af öldurhúsi skömmu eftir fundinn, þar sem hann var án efa að drekkja sorgum sínum, en hvorki hann né Armstrong hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hlusta má á umræddan hljóðbút af fundinum hér fyrir neðan. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tim Armstrong, forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar AOL, brást hinn versti við á þúsund manna símafundi á föstudag þegar einn undirmanna hans tók upp myndavél. Hann rak hann á staðnum svo allir heyrðu. „Abel, leggðu myndavélina frá þér. Þú ert rekinn. Út með þig,“ sagði Armstrong við Abel Lenz, yfirmann þróunarmála hjá Patch, sem er fréttavefur í eigu AOL, en fundurinn var einmitt haldinn til að ræða framtíð Patch. Stutt þögn fylgdi í kjölfar þessarar óhefðbundnu uppsagnar en svo hélt Armstrong fundinum áfram. Einn fundarmanna segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða, en svo smám saman áttað sig á að Armstrong væri fúlasta alvara. „No comment,“ tísti Lenz af öldurhúsi skömmu eftir fundinn, þar sem hann var án efa að drekkja sorgum sínum, en hvorki hann né Armstrong hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hlusta má á umræddan hljóðbút af fundinum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira