Tekjur af Candy Crush um 75 milljónir daglega Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. ágúst 2013 12:15 Leikurinn Candy crush hefur slegið í gegn, nú er jafnvel hægt að kaupa Candy Crush buxur. Yfir 44 milljónir manna spila leikinn Candy Crush í hverjum mánuði. Leikurinn er í 4 sæti á Apple App store og er í fyrsta sæti yfir viðbætur á Facebook. Leikurinn er spilaður yfir 600 milljón sinnum á dag og má ætla að daglega séu tekjur af honum um 75 milljónir íslenskra króna. Það var leikjafyrirtækið King sem gaf leikinn út í mars 2011. Ári síðar, í mars 2012 fór fyrirtækið í samstarf við Facebook og með þeim eiginleikum sem Facebook hefur upp á að bjóða varð hann fljótt vinsælasti leikur sem spilaður er í gegnum samskiptamiðilinn. Leikurinn var gefinn út fyrir iPhone og Android síma síðasta haust og fljótlega var hann kominn með yfir 50 milljónir notenda í hverjum mánuði. Eins og notendur vita þá gengur leikurinn út á að setja þrjá eða fleiri eins nammimola saman í röð og reyna að safna sem flestum stigum í hverju borði. Molarnir eru af ýmsum gerðum, sumir til að tefja fyrir spilaranum á meðan aðrir gefa spilaranum aukastig. Borðin í leiknum eru alls 455 og sífellt bætast við fleiri borð, í símaútgáfuleiksins eru borðin nú 395. Það er ókeypis að spila leikinn og vinir skiptast á að gefa hver öðrum líf til að halda áfram. Einnig er hægt að kaupa sér líf og nammimola sem hjálpa spilaranum áfram og ef miðað er við tekjur af leiknum má ætla að slík kaup séu vinsæl. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfir 44 milljónir manna spila leikinn Candy Crush í hverjum mánuði. Leikurinn er í 4 sæti á Apple App store og er í fyrsta sæti yfir viðbætur á Facebook. Leikurinn er spilaður yfir 600 milljón sinnum á dag og má ætla að daglega séu tekjur af honum um 75 milljónir íslenskra króna. Það var leikjafyrirtækið King sem gaf leikinn út í mars 2011. Ári síðar, í mars 2012 fór fyrirtækið í samstarf við Facebook og með þeim eiginleikum sem Facebook hefur upp á að bjóða varð hann fljótt vinsælasti leikur sem spilaður er í gegnum samskiptamiðilinn. Leikurinn var gefinn út fyrir iPhone og Android síma síðasta haust og fljótlega var hann kominn með yfir 50 milljónir notenda í hverjum mánuði. Eins og notendur vita þá gengur leikurinn út á að setja þrjá eða fleiri eins nammimola saman í röð og reyna að safna sem flestum stigum í hverju borði. Molarnir eru af ýmsum gerðum, sumir til að tefja fyrir spilaranum á meðan aðrir gefa spilaranum aukastig. Borðin í leiknum eru alls 455 og sífellt bætast við fleiri borð, í símaútgáfuleiksins eru borðin nú 395. Það er ókeypis að spila leikinn og vinir skiptast á að gefa hver öðrum líf til að halda áfram. Einnig er hægt að kaupa sér líf og nammimola sem hjálpa spilaranum áfram og ef miðað er við tekjur af leiknum má ætla að slík kaup séu vinsæl.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira