Skoda Octavia í 4 milljónum eintaka Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 08:45 Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent