Uppáhalds hráfæðiskaka Helgu Gabríelu 27. ágúst 2013 15:15 myndir/helga Gabríela Við kynnum til leiks Helgu Gabríelu sem heldur úti einstöku matarbloggi www.helga-gabriela.com en þar má finna dásamlegar uppskriftir sem vert er að prófa. Hér birtum við fyrstu uppskriftina hennar Helgu en það er uppáhalds hráfæðiskakan hennar. Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er búin að vera prufa mig áfram og er komin með hina fullkomnu uppskrift af súkkulaðiköku með vanillu kaffikremi og saltri karamellu. Allt hráefnið í þessari uppskrift er lífrænt og heilsusamlegt. Dökkt kakó er td. fullt af andoxunarefnum og steinefnum. Botn: 1 bolli hnetur1 bolli mjúkar döðlur2 mtsk lífrænt kakó1/8 himalaya salt1/4 tsk kanill Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel. Þjappið deginu í eitt form eða fallegan kökudisk og geymið í kæli þar til kremið er tilbúið. Vanillu og kaffikrem: 2 bollar kasjúhnetur 3 matskeiðar kakósmjör 1/4 bolli maple sýróp, eða dökkt agave/hunang 1/8 tsk himalaya salt 1/3 sterkt lífrænt mokka kaffi fræ úr einni vanillustöng Til að útbúa kremið, blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og setjið kremið ofan á botninn og inn í frysti meðan við út búum karamelluna. Sölt karamella 1/2 bolli dökkt agave 2 mtsk möndlusmjör 1/4 tsk himalaya salt Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Tilvalið er að bræða smá lífrænt kakósmjör, bæta útí það dökku kakói og agave til að skreyta kökuna ásamt, karmellunni, goji eða ferskum berjum. Geymið í kæli 1-2 klst, eða þar stil hún er orðin stíf. Síðan er gott að leyfa henni að standa í nokkrar mínutur áður en skorið er í hana, því þá verður hún mjúk og kremuð. Njótið!Bloggið hennar Helgu Gabríelu: www.helga-gabriela.com Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið
Við kynnum til leiks Helgu Gabríelu sem heldur úti einstöku matarbloggi www.helga-gabriela.com en þar má finna dásamlegar uppskriftir sem vert er að prófa. Hér birtum við fyrstu uppskriftina hennar Helgu en það er uppáhalds hráfæðiskakan hennar. Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er búin að vera prufa mig áfram og er komin með hina fullkomnu uppskrift af súkkulaðiköku með vanillu kaffikremi og saltri karamellu. Allt hráefnið í þessari uppskrift er lífrænt og heilsusamlegt. Dökkt kakó er td. fullt af andoxunarefnum og steinefnum. Botn: 1 bolli hnetur1 bolli mjúkar döðlur2 mtsk lífrænt kakó1/8 himalaya salt1/4 tsk kanill Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel. Þjappið deginu í eitt form eða fallegan kökudisk og geymið í kæli þar til kremið er tilbúið. Vanillu og kaffikrem: 2 bollar kasjúhnetur 3 matskeiðar kakósmjör 1/4 bolli maple sýróp, eða dökkt agave/hunang 1/8 tsk himalaya salt 1/3 sterkt lífrænt mokka kaffi fræ úr einni vanillustöng Til að útbúa kremið, blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og setjið kremið ofan á botninn og inn í frysti meðan við út búum karamelluna. Sölt karamella 1/2 bolli dökkt agave 2 mtsk möndlusmjör 1/4 tsk himalaya salt Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Tilvalið er að bræða smá lífrænt kakósmjör, bæta útí það dökku kakói og agave til að skreyta kökuna ásamt, karmellunni, goji eða ferskum berjum. Geymið í kæli 1-2 klst, eða þar stil hún er orðin stíf. Síðan er gott að leyfa henni að standa í nokkrar mínutur áður en skorið er í hana, því þá verður hún mjúk og kremuð. Njótið!Bloggið hennar Helgu Gabríelu: www.helga-gabriela.com
Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið