Mamma hittir pabba Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 09:30 Mamma og Pabbi á fagnaðarfundi Fyrir stuttu vildi svo skemmtilega til að þeir tveir bílar á Íslandi sem bera skráningarnúmerin Mamma og Pabbi hittust og urðu að sjálfsögðu með þeim fagnaðarfundir. Eigendurnir búa í sitthvoru bæjarfélaginu. Bíllinn með skráningarnúmerinu Pabbi er á Selfossi og eigandi hans fréttamaðurinn geðþekki, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eigandi Mamma býr á Eyrarbakka og heitir Óskar Ingvarsson. Ekki er svo langt á milli þessarra bæjarfélaga svo það hlaut að koma að því að þeir hittust. Óskar og eiginkona hans höfðu lengi beðið eftir skráningarnúmerinu Mamma, en það var lengi í eigu fyrirtækis sem hætt hafði starfsemi en númerið skilaði sér samt ekki til Umferðarstofu. En í ágúst árið 20110 rofaði til og þau stukku á númerið, sem vekur ávallt kátínu þeirra sem það sjá. Iðulega sést hvar fólk bendir á bílinn og segir orðið mamma í leiðinni. Það telst vart til tilviljunar að báðir bílarnir eru af Toyota-gerð. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Fyrir stuttu vildi svo skemmtilega til að þeir tveir bílar á Íslandi sem bera skráningarnúmerin Mamma og Pabbi hittust og urðu að sjálfsögðu með þeim fagnaðarfundir. Eigendurnir búa í sitthvoru bæjarfélaginu. Bíllinn með skráningarnúmerinu Pabbi er á Selfossi og eigandi hans fréttamaðurinn geðþekki, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eigandi Mamma býr á Eyrarbakka og heitir Óskar Ingvarsson. Ekki er svo langt á milli þessarra bæjarfélaga svo það hlaut að koma að því að þeir hittust. Óskar og eiginkona hans höfðu lengi beðið eftir skráningarnúmerinu Mamma, en það var lengi í eigu fyrirtækis sem hætt hafði starfsemi en númerið skilaði sér samt ekki til Umferðarstofu. En í ágúst árið 20110 rofaði til og þau stukku á númerið, sem vekur ávallt kátínu þeirra sem það sjá. Iðulega sést hvar fólk bendir á bílinn og segir orðið mamma í leiðinni. Það telst vart til tilviljunar að báðir bílarnir eru af Toyota-gerð.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent