Handbolti

Þórir kjörinn þjálfari ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Nordicphotos/Getty
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson var um helgina kjörinn handknattleiksþjálfari ársins af stuðningsmönnum, fjölmiðlamönnum og nefnd á vegum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF.

Þórir stýrði norska kvennalandsliðinu til gullverðlauna á ólympíuleikunum síðastliðið sumar auk þess sem liðið hafnaði í öðru sæti á EM í Serbíu í desember.

Daninn Morten Soubak, þjálfari brasilíska kvennalandsliðsins, varð í öðru sæti í kjörinu og Dragan Adzic, þjálfari Evrópumeistara Buducnost Podgorica og landsliðs Svartfellinga, hafnaði í þriðja sæti.

Valero Rivera, þjálfari spænska karlalandsliðsins, var kjörinn sá besti á árinu í karlaflokki.

Nánari umfjöllun um þjálfarana má sjá á heimasíðu IHF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×