Handbolti

Þýskalandsmeistarar Kiel byrjuðu á öruggum sigri á nýliðunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Kiel.
Guðjón Valur í leik með Kiel. Mynd / Getty Images
Þýska úrvalsdeildin í handknattleik rúllaði af stað í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Kiel vann öruggan sigur á nýliðum Bergischer, 34-24, á heimavelli en Guðjón Valur Sigurðsson gerði fjögur mörk fyrir Kiel í leiknum.

Aron Pálmarsson var ekki með Kiel í dag vegna meiðsla en Arnór Þór Gunnarsson átti fínan leik fyrir Bergischer og skoraði fimm mörk. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel byrja titilvörn sína á sigri. Björgvin Páll Gústavsson var hluta af leiknum í marki Bergischer.

Rúnar Kárason gerði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með Rhein-Neckar Löwen er liðið vann Balingen, 30-22, en liðið er undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað í liði Löwen en Alexander Petersson er frá vegna meiðsla.

Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson gerðu báðir tvö mörk fyrir lið sitt Emsdetten sem tapaði fyrir Gummersbach 27-23.

Hannes Jón Jónsson gerði tvö mörk fyrir Eisenach er liðið tapaði fyrir Burgdorf með einu marki 29-28.

Bjarki Már Elísson gerði þrjú mörk fyrir liðið sem er undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×