Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag og þar ber helst að nefna frábær sigur þýsku meistaranna á Mainz 2-0.
David Alaba byrjaði leikinn á því að misnota vítaspyrnu en það var Franck Ribéry sem kom heimamönnum í FC Bayern yfir þegar tuttugu mínútur voru eftir af leikum.
Arjen Robben gerði síðan útum leikinn fyrir heimamenn stuttu síðar og meistararnir unnu að lokum öruggan sigur.
Hannover vann fínan sigur á Schalke en Szabolcs Huszti og Mame Biram Diouf gerðu mörk Hannover í leiknum.
Hoffenheim og Freiburg gerðu 3-3 jafntefli í miklum markaleik. Sejad Salihovic, Kevin Volland og Tobias Strobl gerðu allir sitt markið hver fyrir Hoffenheim og Oliver Sorg, Karim Guedé og Sebastian Freis gerðu mörk Freiburg.
Dortmund, Leverkusen, Bayern og Mainz eru öll með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir með níu stig í efstu sætunum.
Úrslit dagsins:
Bayern - Nürnberg 2 - 0
Hannover - Schalke - 2 - 1
Hoffenheim - Freiburg 3 - 3
Leverkusen - Mönchengladbach 4 - 2
Mainz - Wolfsburg - 2 - 0
Fjögur lið með fullt hús stiga í þýsku deildinni
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn