Fótbolti

Tyresö missteig sig | Sara og Þóra á toppnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara og Þóra eftir sigurleikinn á Tyresö á dögunum.
Sara og Þóra eftir sigurleikinn á Tyresö á dögunum. Mynd/Aðsend
Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir hafa tveggja stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þökk sé jafntefli Tyresö í kvöld.

Tyresö sótti KIF Örebro heim og náði aðeins að landa einu stigi í 1-1 jafntefli. Tyresö, sem er ríkjandi meistari, átti leikinn til góða á LdB Malmö sem hafði þriggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn.

Sara og Þóra voru í liði LdB Malmö sem vann ótrúlegan útisigur á Tyresö á dögunum þrátt fyrir að lenda marki undir og vera manni færri. Liðið vann svo 5-0 útisigur á Gautaborg um helgina þar sem Sara Björk var á meðal markaskorara.

Liðið hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína eftir Evrópumótið í Svíþjóð. Hjátrúarfullir geta haft í huga að gullfiskurinn Sigurwin hefur verið í umsjá Þóru í Malmö frá því eftir Evrópumótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×