Handbolti

Þriggja ára bann og 88 milljóna króna sekt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá keppni á HM 2011.
Frá keppni á HM 2011. Nordicphotos/AFP
Hollensk landslið fá ekki að keppa í keppnum á vegum Evrópska handknattleikssambandsins næstu þrjú árin. Þá þarf hollenska sambandið að greiða 88 milljónir króna í sekt fyrir að hætta skyndilega við að halda Evrópumót kvennalandsliða á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu EHF í dag.Hollenska sambandið tilkynnti í júní árið 2012 að sambandið treysti sér ekki til að halda lokakeppnina sem fór þess í stað fram í Serbíu í desember. Ákvörðun Hollands kom Íslandi ágætlega enda fékk kvennalandslið okkar sæti þar sem nýju gestgjafarnir, Serbar, höfðu þegar tryggt sér sæti á mótinu.

Sektin sem hollenska sambandið er tvískipt. Annars vegar eru 300 þúsund evrur (48 milljónir króna) í sekt fyrir að ganga frá borði. Hins vegar er endurgreiðsla á útlögðum kostnaði EHF sem metinn er á 250 þúsund evrur (40 milljónir króna).

Hollendingar hafa viku til þess að áfrýja úrskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×