Verkföll hjá Toyota, BMW og GM í S-Afríku Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2013 11:15 Samsetningarverksmiðja BMW í S-Afríku Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent