Land Rover með Hybrid kerfi Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2013 08:45 Einn fárra bílaframleiðenda sem ekki hefur tekið í notkun tvinnaflskerfi (Hybrid) í bíla sína er Land Rover. Fyrirtækið er þó að bætast við í þann stóra hóp því á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst í næsta mánuði ætlar Land Rover að kynna tvo Hybrid bíla. Þessir bílar eru Range Rover og Range Rover Sport. Munu þeir fá 47 hestafla rafmagnsmótor sem bætist við afl 3,0 lítra dísilvélar og saman skilar það 335 hestöflum til hjólanna fjögurra. Með þessi kerfi mun Range Rover Hybrid ná hundraðinu á 6,9 sekúndum og Range Rover Sport á 6,7 sekúndum. Eyðsla bílanna fer undir 6 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þessi bílar verða báðir settir á markað snemma á næsta ári. Þó að eintök af bílunum verði til sýnis í Frankfurt verða önnur eintök af þessum Hybrid bílum á akstri á Silkiveginum forna frá og með deginum í dag og til 15. október. Hefst sú för í verksmiðjum Land Rover í Solihull í Englandi en teygir sig um 16.000 kílómetra og fer í gegnum 12 lönd. Allt er þetta gert til að prófa bílana við mismunandi og erfiðar aðstæður. Myndin sýnir einn þátttökubílanna í þessari ferð. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður
Einn fárra bílaframleiðenda sem ekki hefur tekið í notkun tvinnaflskerfi (Hybrid) í bíla sína er Land Rover. Fyrirtækið er þó að bætast við í þann stóra hóp því á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst í næsta mánuði ætlar Land Rover að kynna tvo Hybrid bíla. Þessir bílar eru Range Rover og Range Rover Sport. Munu þeir fá 47 hestafla rafmagnsmótor sem bætist við afl 3,0 lítra dísilvélar og saman skilar það 335 hestöflum til hjólanna fjögurra. Með þessi kerfi mun Range Rover Hybrid ná hundraðinu á 6,9 sekúndum og Range Rover Sport á 6,7 sekúndum. Eyðsla bílanna fer undir 6 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þessi bílar verða báðir settir á markað snemma á næsta ári. Þó að eintök af bílunum verði til sýnis í Frankfurt verða önnur eintök af þessum Hybrid bílum á akstri á Silkiveginum forna frá og með deginum í dag og til 15. október. Hefst sú för í verksmiðjum Land Rover í Solihull í Englandi en teygir sig um 16.000 kílómetra og fer í gegnum 12 lönd. Allt er þetta gert til að prófa bílana við mismunandi og erfiðar aðstæður. Myndin sýnir einn þátttökubílanna í þessari ferð.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður