Haukar sigruðu Hafnarfjarðarmótið í handbolta en því lauk í dag. Haukar sigruðu FH í lokaleik á meðan Valur lagði norska liðið Kristiansund.
Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Vals með átta mörk í 25-31 sigri liðsins á Kristiansund. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fjögur mörk.
Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú mörk fyrir Kristiansund og þjálfarinn Jónatan Magnússon tvö.
Valið var síðan úrvalslið mótsins og það er svona skipað:
Markmaður: Hendrik Eidsvag, Kristiansund
Vinstra horn: Einar Pétur Pétursson, Haukar
Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Miðjumaður: Sigurbergur Sveinsson, Haukar
Hægri skytta: Ragnar Jóhannsson, FH
Hægra horn: Elías Már Halldórsson, Haukar
Línumaður: Sigurður Ágústsson, FH
Besti varnarmaður: Jón Þorbjörn Jóhannson, Haukar
Haukar byrja undirbúningstímabilið vel

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
