Haukar sigruðu Hafnarfjarðarmótið í handbolta en því lauk í dag. Haukar sigruðu FH í lokaleik á meðan Valur lagði norska liðið Kristiansund.
Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Vals með átta mörk í 25-31 sigri liðsins á Kristiansund. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fjögur mörk.
Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú mörk fyrir Kristiansund og þjálfarinn Jónatan Magnússon tvö.
Valið var síðan úrvalslið mótsins og það er svona skipað:
Markmaður: Hendrik Eidsvag, Kristiansund
Vinstra horn: Einar Pétur Pétursson, Haukar
Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Miðjumaður: Sigurbergur Sveinsson, Haukar
Hægri skytta: Ragnar Jóhannsson, FH
Hægra horn: Elías Már Halldórsson, Haukar
Línumaður: Sigurður Ágústsson, FH
Besti varnarmaður: Jón Þorbjörn Jóhannson, Haukar
Haukar byrja undirbúningstímabilið vel

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn






Fleiri fréttir
