Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 20:45 Mynd/NordicPhotos/Getty Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira